Vörur

Póstlisti

Örugg greiðslugátt Borgunar

Chiaogoo prjónasett 13cm heilt sett

24.900
 

Twist 13 cm áskrúfanlegir prjónar í setti.

Prjónarnir (oddarnir)  eru 13cm langir og framleiddir úr ryðfríu læknastáli.  

Í þessu setti eru stærðirnar 2,75-10mm

Oddarnir eru svokallaðir “Lace” oddar sem eru frábærir t.d. í sjalaprjón, þar sem oddurinn er sérstaklega góður.

6 snúrur koma  með settinu, 20cm, 35 cm og 55cm langar og þegar prjóninn er samsettur er lengd á prjónunum 40cm, 56cm og 76cm hringprjónn.

Rauðu snúrurnar festast ekki í ákveðinni stöðu, eru minnislausar, snýst ekki upp á þær. Snúrurnar eru  úr stálsnúru og nælonhúðaðar að utan.  
Prjónarnir eru laserskornir með stærð á hverjum prjóni.

Með í settinu er einnig herslupinni, endastykki til að nota þegar prjónn er í öðru verkefni,  prjónamerki, prjónamál og vegleg taska með merktum hólfum og rennilás til að loka.

Twist og Spin settin eru samhæfð og því hægt að nota á milli setta snúrur og prjóna.

Allir aukahlutir í Chiaogoo eru fáanlegir, svo sem lengri, styttri snúrur, aukaoddar stuttir og langir, samtengi til að lengja snúrurnar ef þú vilt gera magic loop.